Vinnubúðir erlendis - SCI leitarvélin

Velkomin á SCI leitarvélina!

Með SCI leitarvélinni finnur þú sjálfboðaliðaverkefni um allan heim! Þessi verkefni eru ætluð einstaklingum 18 ára og eldri sem hafa áhuga á að ferðast og láta gott af sér leiða. Innan SCI leitarvélarinnar finnur þú bæði svokallaðar vinnubúðir auk þess sem leitarvélin geymir upplýsingar um hin ýmsu námskeið.

Í vinnubúðum kemur saman fólk frá mismunandi löndum og með mismunandi bakgrunn og starfar saman að samfélagslegum verkefnum sem skipulögð eru í samstarfi við samtök á hverju svæði fyrir sig.

Í leitarvélinni er einnig að finna fjölda námskeiða, meðal annars tungumálanámskeið. Markmiðið með námskeiðunum er ekki einungis að gefa fólki tækifæri á að læra eitthvað nýtt heldur einnig að kynna fólk fyrir menningu og siðum annarra landa.


Áhugverðar vinnubúðir og námskeið um allan heim!

Eco Trek í Nepal, 3. - 13. apríl 2013
Star Rays fræðslumiðstöðin í Kenía, 3. - 24. maí 2013
Sveitalíf í Mongólíu, 1. - 14. júní 2013
Landbúnaður og vistrækt í Brasilíu - 14. - 29. júlí 2013
Uppgvötvaðu Sunderban í Bangladesh - 14. - 25. ágúst 2013
Aðstoð í sumarbúðum fyrir hreyfihamlaða í Slóveníu, 28. ágúst - 2. september 2013

Smelltu hér til að skoða verkefni um allan heim okkur hjá SEEDS finnast áhugaverð!


Umsagnir þátttakenda: Urður Ýrr Brynjólfsdóttir, fór í SCI vinnubúðir bæði í Hong Kong og Indónesíu árið 2013:

"Ég tók þá skyndiákvörðun að fara til útlanda eftir að ég útskrifaðist úr framhaldskóla. Ég var svo heppin að hafa heyrt af SEEDS frá kunningjanum mínum því þar fann ég eitthvað sem hentaði mér fullkomlega. Verkefnið var í Hong Kong og fjallaði um Cultural Diversity eða fjölbreytilega menningu á milli landa. Ég sendi inn fyrirspurn og fékk fljótt svar frá Sonju. Hún hjálpaði mér með þetta allt saman og stuttu seinna átti ég bókað flug til Hong Kong. [...] Í verkefninu fóru krakkarnir stundum með okkur um borgina og sýndu okkur allt það helsta og ýmis svæði sem túristar myndu aldrei fara á sjálfir og þannig fengum við mun dýpri innsýn inn í borgina en ef við hefðum bara verið að ferðast.

[...] Það var eins í Indónesíu að maður fékk að upplifa landið allt öðru vísi en ferðamaður sem fer þar í gegn. Við fengum að lifa alveg eins og krakkarnir, án flestra nútímaþæginda og virkilega sjá hvernig það er. Miðað við lýsinguna þá hljómar þetta kannski ekki mjög geðslegt, en mér fannst satt að segja mun skemmtilegri lifnaðaraðstaðan í Indónesíu en í Hong Kong. Það að sofa á gólfinu gat verið óþæginlegt til að byrja með en bráðlega fannst mér ekkert eðlilegra.

[...] Ég fékk að upplifa svo margt skemmtilegt á dvölinni minni og auk þess tel ég mig vera orðin mun sjálfstæðari, en það getur tekið mikið á að þurfa að ferðast svona ein. Eftir verkefnin skellti ég mér meira að segja líka til Tælands og Filippseyja og skemmti mér stórkostlega! Ég mæli endregið með þessu fyrir alla þá sem vilja ferðast, upplifa nýja hluti, kynnast nýju fólki og láta gott af sér leiða í leiðinni. Þetta var án efa eitt af stórkostlegustu ákvörðunum sem ég hef nokkurntíman tekið og ég vonast til þess að fá tækifæri til þess að gera eitthvað svona aftur og þá helst bráðlega."

Lesa meira um ferð Urðar og skoða fleiri SCI ferðasögur


Hvernig nota ég SCI leitarvélina?

Hér fyrir neðan finnur þú SCI leitarvélina. Í leitarglugganum getur þú valið þær dagsetningar sem henta þér best. Til þess að þrengja leitina getur þú sett in fæðingardag þinn og kyn, þá birtast niðurstöður sem henta leitarskilyrðunum. Viljir þú þrengja leitina frekar getur þú valið fleiri leitarmöguleika, t.d. málefni, svæði eða land. Haltu niðri Ctrl takkanum til að velja fleiri en eitt land.

Þegar þú hefur fundið verkefni sem þú hefur áhuga á að taka þátt í fyllirðu út umsóknareyðublað og sendir til okkar á outgoing@seeds.is. Hafir þú einhverjar spurningar um SCI, verkefnin sem í boði eru eða umsóknarferlið þá tökum við einnig við fyrirspurnum á outgoing@seeds.is.